48. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 21. apríl 2023 kl. 08:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:15
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) fyrir (EÁ), kl. 08:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) fyrir Þórarin Inga Pétursson (ÞórP), kl. 08:30
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 08:30
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 08:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 08:30

Bryndís Haraldsdóttir og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 894. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 08:30
Haraldur Benediktsson tók við fundarstjórn í fjarveru formanns. Formaður tók síðan við fundarstjórn kl. 09:15.
Til fundarins kom Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Með henni komu Margrét Hallgrímsdóttir, Auður B. Árnadóttir, Henný Hinz og Ólöf Kristjánsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Ráðherra kynnti þann hluta fjármálaáætlunarinnar sem fellur undir ábyrgðarsvið ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.
Kl. 9:18. Marinó Melsted, Bergþór Sigurðsson, Brynjar Örn Ólafsson og Gunnar Snorri Guðmundsson frá Hagstofu Íslands. Þeir kynntu hagspá Hagstofu Íslands og svöruð spurningum úr efni hennar.
Kl. 10:42. Runólfur Pálsson, Gunnar Á. Beinteinsson og Þórunn Ó. Steinsdóttir frá Landspítalanum. Þau kynntu rekstrar- og fjárhagsstöðu spítalans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:01
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:02