52. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. maí 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:21
Helgi Héðinsson (HHéð), kl. 09:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:00
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:50

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Jóhann Páll Jóhannsson vék af fundi kl. 10:19.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Kosning 1. varaformanns Kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson var kosinn 1. varaformaður fjárlaganefndar af öllum viðstöddum nefndarmönnum, í stað Haraldar Benediktssonar sem hefur látið af þingmennsku.

2) 894. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 09:05
Til fundarins kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Með honum komu Pétur Fenger og Sveinn Magnússon frá dómsmálaráðuneytinu.
Kl. 10:19. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Með henni komu Gísli Magnússon, Sara Ögmundsdóttir og Ófeigur Ragnarsson frá utanríkisráðuneytinu. Ráðherrarnir kynntu þann hluta fjármálaáætlunarinnar sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytis þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:31
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:33