56. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 3. maí 2024 kl. 13:00


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:00
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 13:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:00

Teitur Björn Einarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi vegna veikinda. Kristrún Frostadóttir vék af fundi kl. 13:59 en í hennar stað mætti Jóhann Páll Jóhannsson.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1035. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029 Kl. 13:00
Til fundarins kom Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Með henni komu Magnús Hafsteinsson, Anna María Urbancic og Bjarki Hjörleifsson frá matvælaráðuneytinu.
Kl. 13:53. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Með henni komu Pétur Fenger, Björg Ásta Þórðardóttir og Sveinn Bragason frá dómsmálaráðuneytinu.
Ráðherrarnir kynntu þá þætti fjármálaáætlunarinnar sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytis þeirra og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna ásamt starfsfólki ráðuneytanna.

2) Önnur mál Kl. 15:08
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblöðum um lífeyrisskuldbindingar ríkisins, ráðstöfunarfé ráðherra, Framkvæmdasjóð aldraðra, sparnaði í rannsóknar- og þróunarkostnaði og nýjar leiðir í fjármögnun hjúkrunarheimila. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 55. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:11