29. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. desember 2014 kl. 08:45


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:04
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:13
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:04
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:04
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:04
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:05

Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson, Karl Garðarsson og Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 169. mál - byggingarsjóður Landspítala Kl. 09:05
Lögð fram umsögn meiri hluta um frumvarp til laga um byggingasjóð Landspítala. Velferðarnefnd vísaði frumvarpinu til umsagnar til fjárlaganefndar. Umsögnin verður send velferðarnefnd. Minni hlutinn, Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir, standa ekki að umsögninni.

2) 367. mál - fjáraukalög 2014 Kl. 09:59
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra: Valgerður Stefánsdóttir. Rætt um fjárveitingar til túlksjóðs heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Lúðvík Guðjónsson og Björn Hermannsson. Kynntar voru breytingatillögur ráðuneytisins fyrir 3. umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2014.

3) Önnur mál Kl. 09:28
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 10:25
Frestað.

Fundargerð 28. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:25