48. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. mars 2015 kl. 09:17


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:17
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:25
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:17
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:17
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:17
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:20
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:17

Vigdís Hauksdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir voru veikar. Jón Þór Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, var fjarverandi. Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 10:33.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2015 Kl. 09:17
Velferðarráðuneytið: Hrönn Ottósdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Sturlaugur Tómasson, Hlynur Hreinsson og Einar Magnússon.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Gísli Þ. Magnússon og Auður Árnadóttir.
Innanríkisráðuneytið: Ragnhildur Hjaltadóttir, Pétur Fenger og Oddur Einarsson.
Farið var yfir athugasemdir og ábendingar sem fram koma í minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti dags. 6. mars 2015.

2) Önnur mál Kl. 10:30
Rætt var um frumvarp um opinber fjármál.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 11:24
Fundargerðir 46. og 47. fundar samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:26