40. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 09:08


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:08
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:08
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:17
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:08
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:08
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:08
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:08
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:08
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:20

Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 09:09 og kom til baka 9:23. Þá vék hann af fundi 9:50 og kom til baka 10:28.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Endurskoðun ríkisreiknings 2014. Skýrsla til Alþingis. Kl. 09:08
Til fundar við nefndina komu Sveinn Arason og Ingi K. Magnússon frá Ríkisendurskoðun. Þeir kynntu skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings 2014. Einnig kynntu þeir umsögn stofnunarinnar um frumvarp til lokafjárlaga 2014. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:56
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:57