55. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:11
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:20
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:09

Haraldur Benediktsson og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjárhagsstaða framhaldsskóla Kl. 09:00
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu Viðar Helgason, Steinunn Sigvaldadóttir og Kristinn Jónasson og ræddu um fjárhagsstöðu framhaldsskólanna og forsendur fyrir greiðslustöðu þeirra. Gestirnir lögðu fram kynningarefni og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Um kl.9:50 komu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu Gísli Magnússon, Ólafur Sigurðsson og Marta Skúladóttir. Þau lögðu fram og kynntu reiknilíkan framhaldsskólanna, forsendur þess, yfirfóru fjármögnun framhaldsskólanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:00
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:00