34. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. mars 2017 kl. 09:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 10:20
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:40

Páll Magnússon var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 66. mál - fjármálastefna 2017--2022 Kl. 09:30
Til fundarins komu fulltrúar lífeyrissjóða: Gunnar Baldvinsson frá Almenna lífeyrissjóðnum, Þorbjörn Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson fá Birtu lífeyrissjóði og Elmar Eðvaldsson frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Í tengslum við fjármálastefnuna var rætt um hugsanleg áhrif lífeyrissjóðanna á vaxtastig í landinu og líklega þróun vaxta miðað við framboð og eftirspurn í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:15
Rætt var um nefndarstarf á næstu dögum. Formaður boðaði að stefnt væri að úttekt á þingsályktun um fjármálastefnu fimmtudaginn 16. mars.

3) Fundargerð Kl. 11:19
Fundargerð 33. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:20