34. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 13:30


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 13:30

Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 14:20.

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) Stafrænt Ísland Kl. 13:20
Til fundarins komu Sigurður H. Helgason og Einar Birkir Einarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þeir fóru yfir kynningu og stöðu mála varðandi stafrænt Ísland og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Kl. 15:00
Dreift var drögum að áliti nefndarinnar.

3) Önnur mál Kl. 15:01
Rætt um fundarefni nefndarinnar næstu vikna.

4) Fundargerð Kl. 15:08
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:10