85. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. júní 2020 kl. 09:39


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:39
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:39
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:39
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:59
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:39
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:39
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:39
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:43
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:39
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:39

Njáll Trausti Friðbertsson og Inga Sæland tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl., framlengd á þingfundum 14. apríl og 30. apríl sl. og endurnýjuð á þingfundi 8. júní sl.

Njáll vék síðan af fundi kl. 10.25 en hans í stað kom Bryndís Haraldsdóttir.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Allir gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) 841. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 09:39
Til fundarins kom Helga Valfells frá Crowberry Capital og veitti umsögn um málið. Mun hún leggja fram minnisblað um ábendingar sínar við frumvarpið.

2) 842. mál - opinber fjármál Kl. 10:05
Til fundarins komu Guðjón Brjánsson og Sigurður Snævar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir fóru yfir umsögn sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) 735. mál - heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu Kl. 10:26
Nefndarmenn voru allir sammála um að afgreiða málið úr nefndinni með breytingatillögu. Meiri hluti nefndarinnar stendur að nefndaráliti og breytingatillögunni en hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Páll Magnússon, Steinunn Þóra Árnadóttir og Bryndís Haraldsdóttir. Björn Leví Gunnarsson ritar undir álitið með fyrirvara um flýti- og umferðargjöld, Inga Sæland og Ágúst Ólafur Ágústsson rita undir nefndarálit með fyrirvara sem gerð verður grein fyrir í ræðu. Birgir Þórarinsson mun leggja fram nefndarálit minni hluta. Jón Steindór Valdimarsson áheyrnarfulltrúi styður afgreiðslu málsins með fyrirvara.

4) Önnur mál Kl. 10:37
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 10:38
Fundargerð 84. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:39