19. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 18. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 277. mál - staðfesting ríkisreiknings 2019 Kl. 09:00
Til fundarins komu Viðar Helgason og Kristinn Hjörtur Jónasson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ingþór Karl Eiríksson frá Fjársýslu ríkisins. Þeir kynntu ríkisreikning fyrir árið 2019 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hans.
Ákveðið var að senda út umsagnarbeiðnir um frumvarpið til umsagnaraðila.

2) 6. mál - opinber fjármál Kl. 10:35
Formaður lagði fram nefndarálit og voru allir nefndarmenn sammála um að afgreiða frumarpið til 2. umræðu. Allir nefndarmenn rita undir nefndarálitið án fyrirvara nema Ágúst Ólafur Ágústsson og Inga Sæland sem rita undir það með fyrirvara. Jón Steindór Valdimarsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

3) 1. mál - fjárlög 2021 Kl. 10:47
Nefndin ræddi málið á fundi sínum.

4) 2. mál - fjármálaáætlun 2021--2025 Kl. 10:47
Nefndin ræddi málið á fundi sínum.

5) Önnur mál Kl. 11:09
Fleira var ekki gert.

6) Fundargerð Kl. 11:10
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:11