10. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. desember 2021 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 09:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:00
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Allir gestir nefndarinnar tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2022 Kl. 09:00
Til fundarins komu Gunnar Þorgeirsson og Kári Gautason frá Bændasamtökum Íslands.
Kl. 9:36. Erling Jóhannesson og Kolbrún Halldórsdóttir frá Bandalagi íslenskra listamanna.
10:05 Ólafur Stephensen og Gunnar Valur Sveinsson frá Félagi atvinnurekenda og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Kl. 11:16. Konráð S. Guðjónsson og Elísa Arna Hilmarsdóttir frá Viðskiptaráði Íslands.
Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:56
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:57