22. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 26. janúar 2022 kl. 09:04


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:04
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:04
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:04
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:04
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) fyrir (KFrost), kl. 09:04
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 2. mál - fjármálastefna 2022--2026 Kl. 09:04
Til fundarins komu Friðrik Jónsson og Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM. Þeir kynntu umsögn samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 9:50. Björn Þór Hermannsson, Jón Viðar Pálmason, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Dóróthea Jóhannsdóttir, Tómas Brynjólfsson, Ólafur Heiðar Helgason, Nökkvi Bragason og Saga Guðmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu fjármálastefnuna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Fylgirit með fjárlögum 2022 Kl. 11:30
Björn Þór Hermannsson, Jón Viðar Pálmason, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Dóróthea Jóhannsdóttir, Tómas Brynjólfsson, Ólafur Heiðar Helgason, Nökkvi Bragason og Saga Guðmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu fylgiritið.

3) 161. mál - staðfesting ríkisreiknings Kl. 11:38
Nefndin afgreiddi málið. Meiri hlutinn, BjG, HarB, SVS, IÓI, VilÁ og BHar stendur að afgreiðslunni auk JPJ. BLG er ósammála afgreiðslunni. Meiri hlutinn stendur að nefndaráliti.

4) Tilnefningar í stjórn Framkvæmdasjóð aldraðra - Endurskipun í desember 2021 Kl. 11:47
Formaður lagði til að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir yrði skipuð í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra og Vilhjálmur Árnason til vara. Nefndin afgreiddi málið. Meiri hlutinn BjG, HarB, SVS, IÓI, VilÁ og BHar stendur að afgreiðslunni. BLG og JPJ voru á móti.

5) Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Kl. 13:51
Formaður lagði til að Haraldur Benediktsson yrði skipaður í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og Ingibjörg Isaksen til vara. Nefndin afgreiddi málið. Meiri hlutinn BjG, HarB, SVS, IÓI, VilÁ og BHar stendur að afgreiðslunni. BLG og JPJ voru á móti.

6) Önnur mál Kl. 11:49
Fleira var ekki gert.

7) Fundargerð Kl. 11:50
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:51