45. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 30. apríl 2022 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 13:15
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) fyrir (KFrost), kl. 09:35
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Eyjólfur Ármannsson og Þórarinn Ingi Pétursson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi kl. 11:47 en tók síðan þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:19 og kom til baka kl. 14:13. Jóhann Páll Jóhannsson vék af fundi kl. 15:45.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 513. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027 Kl. 09:00
Kl. 9:00. Til fundarins kom Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Með henni komu Bryndís Hlöðversdóttir, Henný Hinz, Ólöf Kristjánsdóttir, Hermann Sæmundsson og Ingunn S. Þorsteinsdóttir frá forsætisráðuneytinu.
Kl. 10:00. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Með honum komu Pétur Fenger og Sveinn Magnússon frá dómsmálaráðuneytinu.
Kl. 11:15. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Með henni komu Skúli Eggert Þórðarson, Sigrún Brynja Einarsdóttir, Hafþór Eydal, Guðrún Gunnarsdóttir og Ingvi Már Pálsson frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Hádegishlé 12:30-13:15
Kl. 13:15. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Með honum komu Svanhvít Jakobsdóttir, Jóhanna Lind Elísadóttir og Inga Birna Einarsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Kl. 14:45 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra ásamt Ernu Kristínu Blöndal og Hafþóri Einarssyni frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Ráðherrarnir fjölluðu um þann hluta fjármálaáætlunarinnar sem er á ábyrgðarsviði ráðuneyta þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 16:16
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:17
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:18