59. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. maí 2023 kl. 09:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:49
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Stefán Vagn Stefánsson og Helgi Héðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Breyting í stjórn samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir Kl. 09:30
Formaður tilkynnti að hann hefði tekið sæti í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir sbr. 18. gr. laga nr. 84/2001 fyrir hönd fjárlaganefndar Alþingis.

2) 894. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 09:30
Gestir tóku allir þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Til fundarins komu Páll Snævar Brynjarsson og Guðveig Eyglóardóttir frá sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi.
Kl. 10:30. Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Aðalsteinn Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfjarða. Gestirnir kynntu umsagnir sambanda sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:01
Fundargerð 58. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:02