11. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 08:58


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 08:58
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 08:58
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 08:58
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:02
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:10
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:47
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 08:58
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:58
Þór Saari (ÞSa), kl. 08:58

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2011. Kl. 09:02
Álit nefndarinnar lagt fyrir og samþykkt með lítils háttar breytingum. Kristján Þór er með fyrirvara um álitið.

2) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 09:37
Fjallabyggð (fjarfundur): Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ólafur Þór Ólafsson. Höfðu sent erindi.
Sveitarfélagið Álftanes: Snorri Finnlaugsson, Kristinn Guðlaugsson og Kjartan Örn Sigurðsson. Lögðu fram erindi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti: Arndís Steinþórsdóttir, Kristján Skarphéðinsson, Hanna Dóra Hólm, Jón Óskar Hallgrímsson. Lögðu fram minnisblað um fjárlagaliði.

3) Önnur mál. Kl. 12:12
Kristján Þór óskaði eftir að fjárlaganefnd fengi aðgang að fjáraukalagatillögum allra ráðuneyta sem sendar voru fjármálaráðuneyti og ríkisstjórn vegna fjáraukalagagerðar 2012. Meiri hluti fjárlaganefndar telur enga ástæðu til að kalla eftir vinnugögnum einstakra ráðuneyta eða ríkisstjórnar við gerð fjárlaga- eða fjáraukalagafrumvarpa. Fjárlaganefnd hefur því þessi tvö frumvörp til umfjöllunar og afgreiðslu eins og þau hafa verið lögð fram á Alþingi.

Ragnheiður var við kistulagningu til kl. 9.47.
Björgvin G. vék af fundi kl. 10.25.
Valgerður vék af fundi kl. 10.17.
Þór Saari vék af fundi kl. 10.17.

4) Samþykkt fundargerðar. Kl. 12:13
Fundargerð samþykktu BVG, ÁsbÓ, KÞJ, LGeir og SER.



Fundi slitið kl. 12:16