62. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. maí 2014 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:37
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:31
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:31

Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi. Oddný G. Harðardóttir, Haraldur Einarsson varamaður Ásmundar Einars Daðasonar, Valgerður Gunnarsdóttir og Karl Garðarsson voru fjarverandi. Brynhildur vék af fundi kl. 10:05 til að fara á fund þingflokksformanna.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Málefni Landbúnaðarháskóla Íslands. Kl. 09:31
Borgarbyggð: Páll Brynjarsson og Ragnar Frank Kristjánsson, Geirlaug Jóhannsdóttir, Bjarni Þorsteinsson og Sigurður Bjarnason.
Bændasamtök Íslands: Eiríkur Blöndal, Magnús B. Jónsson.

Farið var yfir málefni Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri.

Samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum að halda nefndarfundinum áfram inn í þingfundartímann.

Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands: Ágúst Sigurðsson, Sigríður Embla Heiðmarsdóttir, Helena Guttormsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Hilmar Janusson, Sigríður Hallgrímsdóttir.

Farið var yfir málefni Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri.

2) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 10:55
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 10:56