38. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:16
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:07
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:07
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Sigurður Örn Ágústsson (SÖÁ) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:10

Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi.Siguður Örn Ágústsson vék af fundi kl. 10:30. Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:36. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 11:30. Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 11:46.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 206. mál - opinber fjármál Kl. 09:00
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Guðmundur Árnason, Þórhallur Arason, Ólafur Reynir Guðmundsson, Jóhann Rúnar Björgvinsson og Björn Rögnvaldsson.
Fjársýsla ríkisins: Gunnar H. Hall.
Gestirnir kynntu frumvarp til laga um opinber fjármál.

Samtök atvinnulífsins: Þorsteinn Víglundsson og Hannes G. Sigurðsson. Gestirnir fóru yfir umsögn sína um frumvarpið.

2) Endurskoðun ríkisreiknings 2012 Kl. 11:40
Álitið var afgreitt úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Guðlaugur Þór Þórðarsson, Valgerður Gunnarsdóttir og Haraldur Benediktsson standa að álitinu skv. 4. mgr. 19. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis sem settar voru til bráðabirgða 4. október 2011.

3) Önnur mál Kl. 12:35
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 12:40
Fundargerð 37. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:40