15. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. nóvember 2015 kl. 08:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:21
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 08:52
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:00
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:12
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:19
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:26

Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 09:55 og kom til baka 10:35. Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 10:50 og Brynhildur Pétursdóttir kl. 10:55 til að fara á fund þingflokksformanna.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 08:14
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga komu Karl Björnsson og Gunnlaugur Júlíusson. Gestirnir lögðu fram árbók sveitarfélaga 2015 og minnisblöð, fóru almennt yfir fjármál sveitarfélaganna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 148. mál - opinber fjármál Kl. 09:41
Á fund nefndarinnar kom Indriði H. Þorláksson og lagði fram minnisblað um 7. gr. í frumvarpi til laga um opinber fjármál. Næst kom Þórólfur Matthíasson og lagði fram glærukynningu um 7. gr. í sama frumvarpi. Gestirnir svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:52
Rætt var um vinnuna fram undan.

4) Fundargerð Kl. 11:01
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:05