22. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 13. nóvember 2015 kl. 10:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 10:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 10:30
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:30
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 10:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:30

Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi vegna starfa fyrir Alþingi erlendis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir voru fjarverandi. Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:50.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Marinó Melsteð, Brynjar Örn Ólafsson og Björn Ragnar Björnsson frá Hagstofu Íslands. Þeir lögðu fram og kynntu þjóðhagspá stofnunarinnar, nóvemberspá, og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 12:30
Rætt um þau verkefni sem fram undan eru.

3) Fundargerð Kl. 12:42
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 12:45