49. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. mars 2016 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:56
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:38

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir voru veðurtepptar á Akureyri.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Salan á Borgun Kl. 09:30 - Opið fréttamönnum
Til fundar við nefndina komu Lárus Blöndal og Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins. Þeir lögðu fram afrit af bréfi stofnunarinnar dags. 11. mars 2016 til Landsbankans hf. þar sem fjallað er um sölumeðferð eignarhluta í eigu Landsbankans hf. og þá sérstaklega í tveimur félögum á sviði greiðslumiðlunar, þ.e. Borgun hf og Valitor Holding hf. Lárus og Gunnar fjölluðu um söluna á Borgun hf. og svörðuðu spurningum frá nefndarmönnum.

2) Önnur mál Kl. 10:25
Fjallað var um vinnuna framundan. Ákveðið var að fjalla um tryggingafélögin á fundi um eftirlit með framkvæmd fjárlaga eftir páska. Þá var ákveðið að kalla eftir svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um framkvæmd gildandi búvörusamninga.

3) Fundargerð Kl. 10:29
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:29