62. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 11:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:00

Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Haraldur Benediktsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 740. mál - fjármálaáætlun 2017--2021 Kl. 09:00
Til fundar við nefndina komu frá Alþingi Helgi Bernódusson og Karl M. Kristjánsson. Gestirnir fóru yfir starfsemi Alþingis og stofnana þess eins og hún er kynnt í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Umönnunargreiðslur Tryggingastofnunar Kl. 10:00
Til fundarins komu Ágúst Þór Sigurðsson, Unnur Ágústsdóttir og Hildur Sverrisdóttir Röed frá velferðarráðuneytinu. Einnig komu Margrét Jónsdóttir og Hafdís Kjartansdóttir frá Tryggingastofnun. Gestirnir fóru yfir umönnunargreiðslur Tryggingastofnunar og svöruðu spurningum nefndarmanna um þær. Fulltrúar Tryggingastofnunar lögðu fram tölulegar upplýsingar um umönnunarmat eftir sjúkdóms- og fötlunarflokkum.

3) 763. mál - heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju Kl. 11:10
Til fundarins kom Hafsteinn S. Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og kynnti frumvarp til laga um heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju og svaraði hann spurningum nefndarmanna um málið.

4) Önnur mál Kl. 11:28
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:30
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 12:00