77. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. ágúst 2016 kl. 09:30


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30

Vigdís Hauksdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Álit fjárlaganefndar vegna endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar á ríkisreikningi 2014. Kl. 09:30
Fjárlaganefnd afgreiddi álit fjárlaganefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2014 með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna en þeir eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Haraldur Benediktsson, Páll Jóhann Pálsson, Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir. Vigdís Hauksdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir sem voru fjarverandi við afgreiðslu málsins rita undir álit nefndarinnar með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

2) 665. mál - opinber innkaup Kl. 09:45
Til fundarins komu Guðrún Ögmundsdóttir og Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir umsagnir umsagnaraðila og viðbrögð ráðuneytisins við þeim. Einnig svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:06
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:07
Fundargerð 76. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:08