14. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. janúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:17
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Elvar Eyvindsson (ElE) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:01
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00

Ólafur Ísleifsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 2. mál - fjármálastefna 2018--2022 Kl. 09:00
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Ester Finnbogadóttir, Elín Guðjónsdóttir, Álfrún Tryggvadóttir og Tinna Finnbogadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu og fóru yfir tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 og svöruðu spurningum um efni hennar. Samþykkt var að Willum Þór Þórsson yrði framsögumaður málsins.

2) 65. mál - stofnefnahagsreikningar Kl. 10:07
Til fundar við nefndina komu Kristinn Hjörtur Jónasson, Lúðvík Guðjónsson og Gunnar H. Hall frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu og fóru yfir tillögu til þingsályktunar um gerð stofnefnahagsreikninga fyrir ríkissjóð í heild. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um efni hennar. Samþykkt var að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) 49. mál - lokafjárlög 2016 Kl. 10:40
Til fundarins komu Kristinn Hjörtur Jónasson og Lúðvík Guðjónsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir lögðu fram minnisblað um frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2016 dagsett 24. janúar 2017, fóru yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess. Fram kom að þetta er í síðasta sinn sem lagt verður fram frumvarp til lokafjárlaga. Samþykkt var að Haraldur Benediktsson yrði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:58
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 10:59
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:00