44. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. maí 2018 kl. 09:13


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:13
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:19
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:13
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:13
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:13
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:13
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:13
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:13
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:13

Páll Magnússon var fjarverandi vegna tíma hjá lækni.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjárhagur ríkisfyrirtækja Kl. 09:13
Til fundarins komu Björn Óli Hauksson og Sveinbjörn Indriðason frá Isavía. Þeir fóru yfir fjármál fyrirtækisins, framtíðaráform og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 167. mál - markaðar tekjur Kl. 10:51
Rætt var um drög að nefndaráliti sem liggja fyrir og ákveðið að vinna áfram við þau. Stefnt er að því að afgreiða málið úr nefndinni föstudaginn 4. maí nk.

3) Fjármögnun Vaðlaheiðarganga Kl. 11:04
Björn Leví Gunnarsson lagði fram skriflegar spurningar um fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Gert er ráð fyrir að þær verði afgreiddar á fundi nefndarinnar föstudaginn 4. maí nk. og sendar fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

4) Önnur mál Kl. 11:10
Rætt var um þróun á örorkubyrði og mun það mál verða tekið fyrir síðar. Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:11
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:12