9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. október 2022 kl. 09:04


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:04
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:04
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:20
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:04
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:04
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:04
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:28
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:13

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Sigmar Guðmundsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Dagskrárlið frestað.

2) Utanferð til norska Stórþingsins 17.-19. október Kl. 09:04
Nefndin fjallaði um málið.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Innheimtustofnun sveitarfélaga: Tilfærsla verkefna til ríkisins - Stjórnsýsluúttekt Kl. 09:33
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Aðalstein Þorsteinsson skrifstofustjóra og Guðna Geir Einarsson frá innviðaráðuneyti.

4) Ákvörðun dómsmálaráðherra vegna beiðna Alþingis um afhendingu gagna og upplýsinga skv. 51. gr. þingskapa Kl. 10:16
Nefndin fjallaði um málið.

Nefndin samþykkti að fela nefndarritara að taka saman upplýsingar um samskipti dómsmálaráðuneytis og Útlendingastofnunar við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 10:58
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:13