12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 19. september 2013 kl. 08:37


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:37
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:37
Óttarr Proppé (ÓP) fyrir BP, kl. 08:37
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:37
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:37
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:39
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:37

HHj var fjarverandi. KG og BP boðuðu forföll vegna ferðar með fjárlaganefnd þingsins og BN boðaði forföll vegna ferðar með umhverfis- og samgöngunefnd þingsins.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:37
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna Kl. 08:39
Formaður lagði fram drög að bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna skýrslunnar. Samþykkt var að senda bréfið og óska svars innan þriggja vikna.

3) Skýrsla RE um verkefni fyrrum Varnarmálastofnunar Kl. 08:41
Formaður lagði fram drög að bréf til forsætisráðuneytis vegna skýrslunnar. Samþykkt var að senda bréfið og óska svars innan þriggja vikna.

4) Þjónustusamningar við öldrunarheimili. Ábending frá Ríkisendurskoðun Kl. 08:42
Á fund nefndarinnar komu Bolli Þór Bollason og Bryndís Þorvaldsdóttir frá velferðarráðuneyti. Fóru þau yfir afstöðu ráðuneytisins til ábendingar Ríkisendurskoðunar, greindu frá stöðu í samningagerð við öldrunarheimili og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin óskaði eftir minnisblaði um málið frá ráðuneytinu.

5) Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð. Kl. 09:47
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda nefndarinnar um málið og gestakomur.

6) Önnur mál Kl. 10:01
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:01