26. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. janúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:10
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:14
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:13
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:06

Helgi Hjörvar var fjarverandi.
Sigrún Magnúsdóttir kom á fundinn eftir 2. dagskrárlið.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerð 25. fundar frá 16. jan. sl. samþykkt.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 09:02
Formaður, ÖJ, greindi frá stöðu máls varðandi beiðni nefndarinnar um upplýsingar frá Íbúðalánasjóði.

3) 158. mál - aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið, samþykkt að fresta ákvörðun um framsögumann en fá gesti til að koma fyrir nefndina.

4) 183. mál - kosningar til Alþingis Kl. 09:32
Samþykkt að senda málið til umsagnar. Ákvörðun um framsögumann frestað.

5) Reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, skýrsla Ríkisendurskoðunar Kl. 09:34
Formaður gerði grein fyrir drögum að áliti og nefndin fjallaði um það. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni.

6) Svifflugfélag Íslands Kl. 09:38
Formaður gerði grein fyrir svari ráðuneytis um stöðu málsins og lagði til að Svifflugfélagið fengi svar frá nefndinni.

7) Upplýsingaöflunarferð Péturs H. Blöndal til þýska þingsins Kl. 09:40
PHB gerði grein fyrir ferðinni og þeim upplýsingum sem hann aflaði í tengslum við mál tengd leka á persónuupplýsingum og umræðu í Þýskalandi um friðhelgi einkalífs.

8) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15