53. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 13:05


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 13:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 13:10
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 13:20
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 13:05
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 13:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:05

Birgir Ármannsson boðaði forföll. Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 13:35.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:24
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

2) Málefni skuldara Kl. 13:05
Á fundinn komu Ásta Sigrún Helgadóttir og Lovísa Ósk Þrastardóttir frá Umboðsmanni skuldara. Gestir gerðu grein fyrir svari stofnunarinnar við greinargerð Heimkomu, félags gerðarþola Umboðsmanns skuldara og minnisblaði frá 1. júní 2016 um stöðu mála hjá embættinu. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

3) 711. mál - rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum Kl. 14:18
Formaður og framsögumaður málsins, Ögmundur Jónasson, kynnti umsagnir sem borist hafa um málið og lagði til að málið yrði tekið fyrir á fyrsta fund nefndarinnar eftir sumarhlé og að þá yrði rætt um aðgerðir stjórnvalda vegna skattaundanskota. Samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 14:20
Formaður Ögmundur Jónasson vakti athygli á að nefndinni hefði borist minnisblað frá heilbrigðisráðherra vegna rannsóknar á ígræðslu plastbarka í sjúkling frá Íslandi á Karolinska sjúkrahúsinu. Nefndin ræddi málsmeðferð.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:25