64. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. september 2016 kl. 09:00
Opinn fundur


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:15
Óttarr Proppé (ÓP) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi. Helgi Hjörvar boðaði forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015 Kl. 09:00
Á fundinn mættu Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Hafsteinn Dan Kristjánsson frá embætti umboðsmanns Alþingis, fóru yfir skýrslu embættisins fyrir árið 2015 ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 10:30

Upptaka af fundinum