69. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. september 2016 kl. 12:05


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 12:05
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 12:05
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 12:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 12:10

Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar boðuðu forföll. Birgitta Jónsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:05
Frestað.

2) Minnisblað frá velferðarráðuneytinu um læknismeðferð og ígræðslu plastbarka á Karolinska sjúkrahúsinu Kl. 12:05
Á fundinn komu Jón Atli Benediktsson og Elín Blöndal frá Háskóla Íslands og Páll Matthíasson, Ólafur Baldursson og Anna Sigrún Baldursdóttir frá Landspítala. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málsmeðferð og tillögu að bréfi til heilbrigðisráðherra vegna málsins.

3) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015 Kl. 13:00
Formaður nefndarinnar, Ögmundur Jónasson, kynnti að drög að nefndaráliti um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015 hefðu verið send nefndarmönnum.

4) Önnur mál Kl. 13:05
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:15