40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. júní 2017 kl. 10:00


Mættir:

Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 10:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 10:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:00
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 10:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 10:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerðir 31. - 33. fundar voru samþykktar. Frestað að taka fyrir fundargerðir 34. - 39. fundar.

2) Tillaga um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kanni ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis. Kl. 10:10
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni tillögunnar.

3) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15