38. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. maí 2018 kl. 09:00


Mættir:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:15
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:15
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:15

Helga Vala Helgadóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir voru fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Frestað.

2) Kísilverksmiðja Sameinaðs Sílikons hf. Aðkoma og eftirlit stjórnvalda Kl. 09:15
Á fundinn komu Þórir Óskarsson, Jakob G. Rúnarsson og Berglind E. Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun, Baldur Sigmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Sigurður Ásbjörnsson frá Skipulagsstofnun, Kristín Linda Árnadóttir, Sigrún Ágústsdóttir og Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun og Eyjólfur Sæmundsson og Svava Jónsdóttir frá Vinnueftirliti ríkisins.

Jakob G. Rúnarsson kynnti skýrsluna og gestir gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneyta og stofnananna til efnis skýrslunnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:14
Samþykkt tillaga um að nefndin fjalli um framhald mála sem hafa verið til umfjöllunar í nefndinni, þ.e. svokallað plastbarkamál og eftirlit með stjórnsýslu dómstóla.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20