51. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. maí 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi. Þorsteinn Sæmundsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi kl. 9:15 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 780. mál - upplýsingalög Kl. 09:00
Á fundinn komu Þórhallur Vilhjálmsson lagaskrifstofu Alþingis, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. Þórhallur kynnti umsögn forsætisnefndar um málið ásamt Tryggva og Skúla Eggerti og þeir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 493. mál - stjórnsýslulög Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:12