30. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 09:03


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:03
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:03
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:03

Brynjar Níelsson var fjarverandi. Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Þorsteinn Sæmundsson vék af fundi kl. 10:45. Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:50.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

2) 339. mál - kosningalög Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mætti Ólafur Þ. Harðarson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu einnig Björn Ingi Óskarsson og Stefanía Traustadóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu einnig Guðjón Bragason og Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu jafnframt Eva Bryndís Helgadóttir, Ari Karlsson og Tómas Hrafn Sveinsson frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Erla S. Árnadóttir frá yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málið.

3) Önnur mál Kl. 10:21
Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 10:13-10:15 og kl. 10:37-10:45.

Fundi slitið kl. 11:21