63. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 26. maí 2021 kl. 09:02


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:02
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:02
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:02
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:02
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:02

Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 09:54.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerðir 61. og 62. fundar voru samþykktar.

2) 466. mál - stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Óskar Magnússon og Sigurður Jónsson frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 468. mál - þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 09:50
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti og breytingartillögu, þar af Þorsteinn Sæmundsson með fyrirvara. Brynjar Níelsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) Önnur mál Kl. 10:03
Nefndin ræddi um afhendingu skýrslu setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol.

Fleira var ekki gert.
Hlé var gert á fundi frá kl. 09:45-09:50.

Fundi slitið kl. 10:07