19. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. nóvember 2023 kl. 09:17


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:17
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:17
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:17
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:17
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:17
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:17
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:17

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll. Hildur Sverrisdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:17
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Matvælastofnun - Eftirlit með velferð búfjár - Stjórnsýsluúttekt Kl. 09:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vigdísi Häsler, Hilmar Vilberg Gylfason, Katrínu Pétursdóttur og Guðrúnu Birnu Brynjarsdóttur frá Bændasamtökum Íslands, Lindu Karen Gunnarsdóttur og Önnu Berg Samúelsdóttur frá Dýraverndarsambandi Íslands, Meike Erika Witt frá Samtökum um dýravelferð og Valgerði Árnadóttur og Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Samtökum grænkera á Íslandi.

3) 85. mál - starfsemi stjórnmálasamtaka Kl. 10:34
Tillaga um að Hildur Sverrisdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um samning ríkisins við Microsoft. Stjórnsýsluúttekt að beiðni Alþingis. Skýrsla til Alþingis október 2023 Kl. 10:34
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40