13. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. nóvember 2011 kl. 09:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir ÓN, kl. 09:35
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:07
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:05
Frestað.2) Skýrslur Ríkisendurskoðunar. Kl. 09:07


3) Ábending um innkaup löggæslustofnana. Kl. 09:07
Á fundinn komu Júlíus S. Ólafsson og Guðmundur Ingi Guðmundsson frá Ríkiskaupum og svöruðu spurningum framsögumanns málsins, RM, og annarra nefndarmanna.


4) Skýrsla um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar HÍ. Kl. 09:30
Á fundinn komu Sigurður Guðnason og Bryndís Brandsdóttir frá Raunvísindastofnun HÍ og Sveinn Arason, Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarssonr frá Ríkisendurskoðun.

Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna og upplýstu hvers vegna Raunvísindastofnun hefði óskað eftir úttektinni og svöruðu spurningum framsögumanns, ÁI, 1. varaform. og annarra nefndarmanna ásamt fulltrúum Raunvísindastofnunar.


5) Skýrsla um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Kl. 10:00
Á fundinn komu Guðrún Ragnarsdóttir og Auður Lilja Erlingsdóttir frá Lánasjóði íslenskra námsmanna og auk þeirra sátu fundinn fulltrúar Ríkisendurskoðunar, Sveinn Arason, Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson. Þau svöruðu spurningum framsögumanns málsins, MT, og spurningum annarra nefndarmanna.6) Skýrsla um Þjóðleikhúsið. Kl. 10:01
Frestað.


7) Ábending um framkvæmd og utanumhald rammasamninga. Kl. 10:01
Frestað.


8) Skýrsla um Biskupsstofu, sóknir og sjóði kirkjunnar. Kl. 10:01
Frestað.


9) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Óðinn Jónsson, Eydís Eyjólfsdóttir og Sigurður Snævarr frá forsætisráðuneyti og gerðu grein fyrir þeim hluta fjárlaga sem fellur undir forsætisráðuneytið og svöruðu spurningum nefndarmanna.


10) Beiðni um rannsókn á ákvörðunum og verklagi fjármálaráðherra vegna Byrs og SpKef. Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um beiðnina.
Samþykkt að BÁ yrði framsögumaður málsins.11) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 11:54
Frestað.


12) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 11:54
Frestað.


13) 43. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 11:54
Frestað.


14) 110. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu Kl. 11:54
Frestað.


15) Önnur mál. Kl. 11:54
Fleira var ekki gert.

ÁI vék af fundi kl. 10:00.
VigH vék af fundi kl. 11:30.
GÞÞ vék af fundi kl. 11:40.
AT varamaður LGeir var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 11:55