28. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 31. janúar 2012 kl. 09:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:15
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir JRG, kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:05
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:06
Frestað að taka fyrir.


2) 403. mál - afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra Kl. 09:07 - Opið fréttamönnum
Umfjöllunarefni fundarins var hvort þingið hefði heimildir til að koma inn í málið á þessu stigi.

Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson aðallögfræðingur Alþingis og fór yfir minnisblað til forseta Alþingis um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Róbert R. Spanó prófessor við Háskóla Íslands og gerði grein fyrir greinaskrifum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Ástráður Haraldsson hrl. og gerði grein fyrir sjónarmiðum til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá kom Valtýr Sigurðsson fv. ríkissaksóknari og gerði grein fyrir sjónarmiðum til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Gísli Tryggvason lögfræðingur kom næstur og gerði grein fyrir sjónarmiðum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Loks kom Ragnhildur Helgadóttir prófessor frá Háskólanum í Reykjavík og gerði grein fyrir sjónarmiðum til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
3) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 11:56
Frestað að taka málið fyrir.


4) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 11:56
Frestað að taka málið fyrir.


5) 43. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 11:56
Frestað að taka málið fyrir.


6) Önnur mál. Kl. 11:57
Fleira var ekki gert.

ÓN vék af fundi 10:50.
VigH vék af fundi 11:35.


Fundi slitið kl. 11:57