35. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:11
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir JRG, kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir ÓN, kl. 09:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:00
Fundargerðir 32 - 34 fundar samþykktar.


2) 206. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis árið 2010 Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar kom Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneytinu og gerði grein fyrir skýrslunni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.


3) 314. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 09:30
Formaður kynnti drög að áliti með breytingartillögu. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni, VigH sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Á áliti: VBj, LGeir, MN, PHB, BÁ og MT.



4) 403. mál - afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um minnisblað sem formaður nefndarinnar óskaði eftir frá forseta Alþingis um heimildir Alþingis til þess að fella úr gildi fyrri ákvarðanir þingsins. Minnisblaðið vann aðallögfræðingur Alþingis fyrir forseta þingsins.



5) Önnur mál. Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

RM var fjarverandi.
DSt varamður ÁI var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 10:07