44. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. mars 2012 kl. 09:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:03
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG) fyrir LGeir, kl. 10:43
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:20
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:03
Frestað.


2) 366. mál - upplýsingalög Kl. 09:20
Á fundinn komu Sigríður Logadóttir frá Seðlabanka Íslands og Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins og gerðu grein fyrir umsögnum um frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Svanhildur Bogadóttir frá Borgarskjalasafni og fór yfir umsögn um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá var símafundur með Smára McCarthy frá alþjóðlegri stofnun um tjáningar- og upplýsingafrelsi IMMI (International Modern Media Institute). Hann gerði grein fyrir athugasemdum við frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.




3) Þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu. Kl. 10:44
Formaður lagði fram drög að þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd. Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni.

Meiri hluti; VBj, ÁI, RM, JRG, MN og MT.
VigH á móti.
BÁ og ÓN sátu hjá.
Breytingartillögur boðaðar frá minni hluta.




4) Önnur mál. Kl. 11:10
Í upphafi fundar (15 mín.) komu Þórhallur Arason og Hafsteinn S. Hafsteinsson frá fjármálaráðuneyti vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um skuldbindandi samninga ráðuneyta 1-8. Þeir kynntu dreifibréf ráðuneytisins til ráðuneyta um nýja reglugerð, nr. 343/2006, um samninga um rekstrarverkefni sem ráðuneyti og ríkisstofnanir gera til lengri tíma en eins árs. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

VigH vék af fundi í upphafi fundar og kom aftur kl. 10:30.

Fleira var ekki gert.


Fundi slitið kl. 11:15