49. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. mars 2012 kl. 18:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 18:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 18:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 18:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir VigH, kl. 18:00
Jón Kr. Arnarson (JKA) fyrir MT, kl. 18:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 18:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 18:00
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 18:00
Róbert Marshall (RM), kl. 18:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 636. mál - ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga Kl. 18:00
Á fundinn komu Sigrún Benediktsdóttir og Þórhallur Vilhjálmsson frá landskjörstjórn og Hermann Sæmundsson, Stefanía Traustadóttir og Skúli Guðmundsson frá innanríkisráðuneyti. Sigrún og Þórhallur gerðu grein fyrir umsögn landskjörstjórnar um breytingartillögur sem meiri hlutinn hyggst leggja til á málinu ásamt því að svara spurningum nendarmanna. Fulltrúar innanríkisráðuneytis svöruðu spurningum nefndarmanna um framkvæmd kosninga, kostnað o.fl.

Kl. 18:0 kom Björg Thorarensen og gerði grein fyrir minnisblaði sem hún hafði sent nefndinni um málið varðandi aðkomu þjóðarinnar að setningu stjórnarskrár og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 19:20 Nefndin fjallaði um málið.

Jón Kr. gerði grein fyrir breytingartillögu sem hann hyggst flytja, nefndin samþykkti ekki að flytja tillöguna.

Formaður dreifði drögum að nefndaráliti og nefndin fjallaði um.
Afgreitt frá nefndinni.

Meiri hluti: VBj, ÁI, LGeir, RM, MN, Jón Kr. m/fyrirvara vegna tillögu um viðbótarspurningu.
GBS á móti og BÁ og ÓN sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.






2) Önnur mál. Kl. 19:58
Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 20:00