53. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. apríl 2012 kl. 08:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 08:05
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir VigH, kl. 08:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:05
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 08:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:05
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 08:30
Róbert Marshall (RM), kl. 08:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:05
Fundargerð 52 samþykkt.2) 366. mál - upplýsingalög Kl. 08:07
RM framsögumaður fór yfir breytingartillögur og nefndin fjallaði um málið.

3) 699. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 08:30
Á fundinn komu kl. 8:30 Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku, Friðrik J. Arngrímsson og Friðrik Friðriksson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Arthúr Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda, Guðbergur Rúnarsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Óðinn Sigþórsson frá Landssambandi veiðifélaga, Bjarni Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Kl. 9:15 komu Trausta Fannar Valsson frá Háskóla Íslands, Pál Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu, Ólaf Hjálmarsson hagstofustjóra, Gylfa Magnússon frá Háskóla Íslands, Unni Gunnarsdóttur og Guðrúnu Finnbjörgu Þórðardóttir frá Fjármálaeftirlitinu, Sigurð H. Helgason frá Stjórnarháttum ehf., Sigurð Snævarr frá forsætisráðuneyti, Ragnar Á. Sigurðsson og Jón Sigurðsson frá Seðlabanka Íslands,

4) 493. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 10:15
Framsögumaður, LGeir lagði til gestakomur vegna málsins og nefndin fjallaði um framhaldið.


5) Önnur mál. Kl. 10:30
Fjallað um efni næsta fundar.

Fleira var ekki gert.

VBj, form. var fjarverandi og ÁI, 1. varaform. stjórnaði fundi.
Fundi slitið kl. 10:30