59. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 09:03


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:28
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:03
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:03
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:03
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:03
Róbert Marshall (RM), kl. 09:03

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Skýrsla um Fóðursjóð. Kl. 09:05
Á fundinn komu Sveinn Arason, Kristín Kalmannsdóttir og Kristinn H. Jónsson frá Ríkisendurskoðun kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna. Á fundinn kom einnig Ólafur Friðriksson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og svaraði spurningum nefndarmanna.





2) Skýrsla um rannsóknarframlög til háskóla. Kl. 10:00
Á fundinn komu Sveinn Arason, Kristín Kalmansdóttir og Kristinn H. Jónsson frá Ríkisendurskoðun kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna. Einnig komu Friðrika Harðardóttir og Leifur Eysteinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.


3) Skýrslur Ríkisendurskoðunar um skuldbindandi samninga 1-8. Kl. 10:30
Formaður kynnti drög að áliti. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni, allir með.


4) Skýrslur Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál. Kl. 10:32
Framsögumaður LGeir kynnti drög að áliti. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni, allir með.


5) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lánasjóð ísl. námsmanna. Kl. 10:37
Nefndin fjallaði um málið, samþykkt að skoða milli funda.


6) 493. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið.


7) 565. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:55
Samþykkt að vísa málinu til þingskapanefndar.


8) Tilkynningar umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum (2011). Kl. 11:19
Nefndin fjallaði um málið, samþykkt að fá fulltrúa velferðarráðuneytis og Vinnumálastofnunar á fund vegna svarbréfs til nefndarinnar um viðbrögð við áliti Alþingis um meinbugi á lögum.


9) Viðbrögð við skýrslu RNA, þingmannanefndar og ályktun Alþingis. Kl. 11:19
Nefndin fjallaði um framhald málsins.


10) Önnur mál. Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

VigH og ÁI voru fjarverandi.


Fundi slitið kl. 11:20