61. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 15:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:20
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:05
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 15:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:05
Róbert Marshall (RM), kl. 15:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 15:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:05
Frestað.


2) 493. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 15:06
LGeir kynnti drög að nefndaráliti og nefndin fjallaði um málið.
VigH kynnti breytingartillögu sína við málið.


3) Viðbrögð við skýrslu RNA, þingmannanefndar og ályktun Alþingis. Kl. 15:30
Formaður fór yfir málið og nefndin fjallaði um það.


4) 108. mál - kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna Kl. 16:00
Á fundinn komu Þórhallur Vilhjálmsson frá landskjörstjórn og Sveinn Sveinsson og Katrín Theodórsdóttir fulltrúar yfirkjörstjórna í Reykjavík og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.



5) Önnur mál. Kl. 16:35
BÁ kynnti svarbréf landskjörstjórnar við beiðni hans og ÓN um að landskjörstjórn veiti umsögn um breytingartillögur við þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs, 636. mál, og lagði til að nefndin óskaði eftir umsögn landskjörstjórnar um breytingartillögur þeirra (sbr. þskj. nr. 1102,
1103, 1104, 1105 og 1107). VigH lagði til að einnig yrði óskað eftir umsögn landskjörstjórnar um breytingartillögu hennar við
sama mál (þskj. 1028).

Nefndin samþykkti að óska eftir umsögn landskjörstjórnar um þessar tillögur.

Nefndin fjallaði stuttlega um vinnu þeirra sérfræðinga sem hafa verið fengnir til að vinna að tillögum stjórnlagaráðs þ.e. Ragnhildur Helgadóttir, Hafsteinn Þór Hauksson, Oddný Mjöll Arnardóttir og Páll Þórhallsson. Guðmundur Alfreðsson og Aagot Óskarsdóttir verða þeim til aðstoðar en Bryndís Hlöðversdóttir mun líklega ekki geta verið með í þessari vinnu.

Ákveðið að taka 108. mál fyrir á næsta fundi.

Fleira var ekki gert.

ÓN var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 16:51