63. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herb. Skála, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 12:20


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 12:20
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 12:20
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 12:20
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 12:20
Magnús M. Norðdahl (MN), kl. 16:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 12:20
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 12:20
Róbert Marshall (RM), kl. 12:20
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 12:20

Nefndarritari: Sigrún Brynja Einarsdóttir

Bókað:

1) Viðbrögð við skýrslu RNA, þingmannanefndar og ályktun Alþingis (lífeyrissjóðirnir). Kl. 12:20
Formaður dreifði drögum að tillögu til þingsályktunar um rannsókn á lífeyrissjóðunum. Samþykkt var að nefndin flytti málið.

2) 493. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 12:25
Nefndarmenn ræddu málið sín á milli. Ákveðið var að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

3) Önnur mál. Kl. 12:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:40