38. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. janúar 2013 kl. 09:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:05
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir ÁI, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir RM, kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:05
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir ÓN, kl. 09:12
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 09:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:05
Fundargerðir 35. - 37. fundar lagðar fyrir fundinn og samþykktar.


2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:07 - Opið fréttamönnum
Formaður gerði grein fyrir fundi með Feneyjarnefnd og lagði fram minnispunkta um helstu breytingar í frumvarpinu. Formaður óskaði eftir að fá bréf fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem sent var Feneyjarnefndinni.

Formaður lagði fram drög að dagskrá fyrir heimsókn Feneyjarnefndarinnar 17. - 18. janúar n.k.

Á fundinn kom Ólafur Þ. Harðarson og gerði grein fyrir sjónarmiðum við frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna um frumvarpið.


3) Önnur mál. Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 11:35