3. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, mánudaginn 1. júlí 2013 kl. 09:07


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:07
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:07
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:11
Brynhildur S. Björnsdóttir (BSB), kl. 09:07
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:07
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:07
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:07

BSB sat fundinn fyrir BP áheyrnarfulltrúa í nefndinni. HHj, PHB og VBj voru fjarverandi.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundagerðir. Kl. 09:07
Formaður kynnti fundargerðir 1. og 2. fundar. Þær voru samþykktar.

2) 5. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:08
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Það var ekki samþykkt.
Formaður kynnti að ef til afgreiðslu málsins kæmi síðar væri eðlilegt að beina því í nefndaráliti til innanríkisráðuneytis að skoða lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010, til að tryggja að unnt yrði að framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslur í samræmi við frumvarpið.

3) Önnur mál Kl. 09:09
Formaður benti á að von væri á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð, sbr. ályktun Alþingis nr. 3/139. Þá tilkynnti hann að nefndarmenn mættu búast við að boðað yrði til fundar í nefndinni með skömmum fyrirvara þegar forseti hefði vísað skýrslunni til nefndarinnar í samræmi við 13. gr. laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:14