22. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. desember 2014 kl. 09:40


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:40
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:40
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:40
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:40
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:40
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:40
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:40
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:40

Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 11:18
Fundargerður 19. - 21. fundar voru samþykktar.

2) Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða hjúkrunarheimila á árinu 2013 Kl. 09:40
Á fundinn komu Bryndís Þorvaldsdóttir og Heiður Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneyti, Leifur Bárðarson og Laura Sch. Thorsteinsson frá landlæknisembættinu og Jón Loftur Björnsson og Guðmundur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Jón Loftur gerði stuttlega grein fyrir skýrslunni og fulltrúar velferðarráðuneytis og landlæknis gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslunnar og þeirri vinnu sem í unnið er að í ráðuneytinu ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Formaður lagði til að nefndin sendi fjárlaganefnd og velferðarnefnd skýrsluna til upplýsingar.

3) Hólaskóli - Háskólinn á Hólum. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:30
Á fundinn kom Þórarinn V. Sólmundsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Erla Björk Örnólfsdóttir frá Hólaskóla - Háskólanum á Hólum og Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín gerði stuttlega grein fyrir skýrslunni og fulltrúar ráðuneytanna og skólans gerðu grein fyrir viðbrögðum við skýrslunni og þeirri vinnu sem unnið er að m.a. til að mæta ábendingum stofnunarinnar. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

4) Framkvæmd og utanumhald rammasamninga. Eftirfylgni Kl. 11:00
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis á fund nefndarinnar.

5) Vinnumálastofnun. Skýrsla um ítrekaða eftirfylgni Kl. 11:10
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að fá fulltrúa Vinnumálastofnunar og fjármála- og efnahagsráðuneytis á fund nefndarinnar.

6) Stjórnarráðið. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 11:17
Á fundinn Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 342. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2013 Kl. 11:19
Frestað.

8) Önnur mál Kl. 11:20
Birgitta Jónsdóttir lagði til að hlerunarmál og gagnageymdarmálið yrðu tekin fyrir hjá nefndinni og var það samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25