48. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:10
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir Helga Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00

Willum Þór Þórsson og Vigdís Hauksdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

2) 434. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 09:01
Á fundinn kom Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti og svaraði spurningum nefndarinnar.

Næst kom Eyþór Björnsson fiskistofustjóri og kynnti umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá komu Björn Jónsson, Guðmundur Jóhannesson, Gunnar Örvarsson, Hrannar Már Ásgeirsson, Inga Þóra Þórisdóttir og Svavar Ottesen Berg fulltrúar starfsmanna Fiskistofu og kynntu umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks kom Henry Alexander Henrysson frá siðfræðistofnun Háskóla Íslands og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 307. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 10:16
Formaður vakti athygli á að fjárlaganefnd hefði sent inn umsögn um málið.

4) 685. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:17
Formaður lagði til að Willum Þór Þórsson yrði skipaður framsögumaður málsins og að málið yrði sent út til umsagnar. Samþykkt.

5) 342. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2013 Kl. 10:18
Formaður lagði til að nefndin lyki umfjöllun um málið, samþykkt að taka fyrir á nefndadögum.

6) Önnur mál Kl. 10:19
Birgitta Jónsdóttir lagði til að nefndin fjallaði um hagsmunatengsl Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra og fyrirtækisins Orku Energy og óskaði eftir upplýsingum um málið. Ákveðið að taka fyrir síðar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:27